MAN á Íslandi

Útblásturslöggjöf WLTP

WLTP (Worldwide Harmonized Light Duty Vehicles Test Procedure) leysir NEFZ (ný evrópsk aksturshringrás) af hólmi. Kostir nýju mæliaðferðarinnar liggja í betri samanburðarmöguleikum, þökk sé samræmingu í aksturslagi og mæliaðferðum. Þar að auki miðast prófunaruppbygging WLTP við miklu raunhæfari endurspeglun á notkunar- og útblástursgildum.


Við höfum tekið saman mikilvægustu upplýsingarnar handa þér:


MAN TGE WLTP Þyngd og skráning

1. Á hvaða MAN TGE hefur WLTP áhrif?

Þetta hefur aðeins áhrif á farartæki með viðmiðunarþyngd undir 2610 kg, sem eru samræmd í svokölluðu léttbifreiða-ferli [Light-Duty]. Við þetta ferli er farartækið í heild sinni sett í aflmælingu.

Þetta snertir ekki þyngri bifreiðar. Þær eru samræmdar í þungabifreiða-ferli [Heavy-Duty], þar sem eingöngu kemur til mælingar á vélinni.

2. Frá og með hvenær hefur WLTP áhrif á MAN TGE?

Allar nýjar bifreiðir verður að skrá samkvæmt WLTP síðan 1. September 2018. Hjá MAN TGE snertir þetta að sinni eingöngu Kombi, þar sem hann er skráður með fólksbifreiðarskráningu (M1). Frá og með 1. September 2019 verða allar MAN TGE að vera skráðar samkvæmt WLTP.

Allar útgáfur af MAN TGE árgerð 2020 verða samræmdar með tilliti til WLTP og má því skrá einnig eftir 1. September 2019.

WLTP hefur ekki áhrif á farartæki sem skráð eru fyrir 1. September 2019.

MAN TGE WLTP með tilliti til yfirbygginga- og breytingalausna

3. Að hvaða leyti hefur WLTP áhrif á yfirbyggingar og breytingar?

Yfirbyggingar- og breytingarlausnir í verksmiðjunni (pantað beint)

Við yfirbyggingar- og breytingarlausnir innan verksmiðjunnar (pantað beint) kemur til auðkenningarkröfu samkvæmt WLTP á farartækjum af árgerð 2020. Þinn MAN tengill upplýsir þig gjarnan um nýju CO2-gildin á breyttu farartæki þínu.

Viðskipti sem eru reikningsfærð í tveimur hlutum

Varðandi breytingar á farartækinu, sem eiga sér stað eftir afhendingu frá verksmiðjunni, en fyrir fyrstu skráningu, reiknar annað hvort viðeigandi MAN söluaðili eða breytingaraðilinn CO2-gildin með reiknitæki sem MAN útvegar.

Farartæki sem hafa fengið yfirbyggingu eða breytingar og hafa verið samræmd samkvæmt NEFZ fyrir 1. September 2019 er hægt að nota áfram vandræðalaust og þessar breytingar snerta þær ekki. Farartæki sem hafa verið samræmd samkvæmt NEFZ er eingöngu hægt að skrá eftir 1. September 2019 með því að sækja um undanþágu.