MAN á Íslandi

MAN Loftslagsáætlun 2020

Með nýjum TGE viljum við leggja fram mikilvægt innlegg til loftslagsvarna. Þú sem viðskiptavinur getur hjálpað okkur við það - með því að skila þínum „gamla“ TGE til viðurkenndrar förgunarstöðvar. Lokaðu hringnum, þannig að engin verðmæt hráefni fari til spillis.

Okkar loftslagsáætlun

Í loftslagsáætlun okkar 2020 höfum við ákvarðað meginmarkmið, til að draga úr CO2-útblæstri. Verulegur hluti þessara meginmarkmiða varða varðveislu auðlinda.

Vöruþróun okkar á TGE er hluti af umhverfisstýringarkerfi tækniþróunar sem vottað er samkvæmt ISO 14001. Samsetningarhlutir TGE eru þar fyrir utan merktir samkvæmt efnum sínum og samkvæmt ISO 22628:2002 prófaðir með tilliti til endurnýtingarhæfni og nothæfi.

Endurvinnsla á gömlum bifreiðum með tilliti til MAN sendibíla

Sem viðskiptavinur MAN getur þú lagt mikilvægt framlag til umhverfisverndar og séð til þess að engin verðmæt hráefni fari til spillis.

Saman með öðrum fyrirtækjum höfum við byggt upp í Evrópu víðfeðmt net viðurkenndra förgunarstöðva á gömlum bifreiðum og viðurkenndra niðurrifsstöðva. „Gamla“ TGE þinn getur þú skilað þangað endurgjaldslaust svo framarlega sem kröfur framsettar í landslögum eru uppfylltar.


Móttökustöðvar

Fáðu upplýsingar um viðurkenndar móttöku- eða skilastöðvar til endurvinnslu á umhverfisvænan hátt og samkvæmt reglugerðum.

Einnig má hafa samband við starfsmenn okkar á þjónustustöðvum MAN Service til að fá upplýsingar um endurvinnslu á gömlum bifreiðum .

Upplýsingar eftir löndum má finna hér:

Þjónusta